MIKLU MINNA MÁL

AFHENDINGARMIÐSTÖÐIN

FLATAHRAUNI 31 HAFNARFIRÐI

Ertu með vefverslun? Áttu frábæra hugmynd um að finna einstaklega  flotta vöru til að flytja inn til landsins og selja í vefverslun? Láttu okkur sjá um að afhenda pantanir til viðskiptavina. Við höfum afhent þúsundir pantana fyri aðra í tvö ár hvort sem viðskiptavinir vilja fá sent heim eða koma að sækja til okkar í AFHENDINGARMIÐSTÖÐINA. Við hjálpum þér til að reksturinn þinn verði minna mál!

Þú þarft ekki að leigja lagerhúsnæði, ráða lagerstarfsfólk eða vera alltaf á vaktinni til að missa ekki af pöntun. Þú getur beint athygli þinni í að finna, markaðssetja og selja þínar einstaklega flottu vörur, við afhendum hana fyrir þig!

Við geymum lagerinn þinn, höldum utan um birgðarstöðu og afgreiðum pantanir hratt og örugglega. Þarftu að afhenda úr heilum gám eða bara úr einni hillu þá erum við með lausnina!